Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 19:00 Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar. vísir/arnar Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira