Skorti alvöru aðgerðir frá ríkinu til að bæta nýliðun í grænmetisrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 11:25 Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar bændasamtakanna, segir ríkið þurfa að gera miklu betur til að bæta úr nýliðun í grænmetisrækt. Axel Sæland Formaður Sambands garðyrkjubænda segir lægra hlutfall íslensks grænmetis í verslunum skýrast af skorti á nýliðun. Hann segir of erfitt fyrir nýliða að komast að og að ríkið þurfi bæði að einfalda regluverk og setja meiri pening í nýliðunarsjóði. Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent