„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 17:14 Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi komið við sig og einhendir sér að gert verði betur í málaflokknum. vísir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. Í vikunni hefur verið fjallað um stöðu heyrnarlausra barna hér á landi og þjónustu við þau. Móðir heyrnarlauss drengs sem kært hefur leikskóla hans til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þjónustuleysis steig fram í kvöldfréttum í vikunni og sagðist oft ekki treysta sér til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Hún segir að stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vak og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir barnið. Lög sett en síðan lítið sem ekkert gerst Ellefu ár eru síðan lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en samkvæmt þeim er íslenska táknmálið jafnrétthátt íslenskunni og óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Formaður félags heyrnarlausra sagði í kvöldfréttum í gær að lögunum væri ekki nægilega framfylgt og að ábyrgð yfir málaflokknum væri allt of dreifð. Lítið sem ekkert hafi gerst í málaflokknum síðan lögin voru samþykkt. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fréttirnar sýni svart á hvítu að gera þurfi betur Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra er með málaflokkinn á sínu borði. Hún segir að fréttir af þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi fengið á hana. „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum og ljóst að þjónusta við heyrnarlausa getur verið mjög mismunandi eftir því hvar hún er veitt.“ Aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum Þá segir hún að umfangsmikil vinna hafi átt sér stað til þess að gera verulegar útbætur. „Við höfum hins vegar ekki setið með hendur í skauti og umfangsmikil vinna hefur átt sér stað til þess að gera verulegar úrbætur en tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára, sem inniheldur 41 aðgerð, var í opnu samráði þar til í júní. Meðal aðgerða sem eru lagðar til er til að mynda aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum, meðal annars með tilliti til þjónustu í þágu farsældar barna. Vinnan er afrakstur starfshóps sem skipaður var fulltrúum Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra með víðtæku samstarfi við sérfræðinga í málaflokknum. „Táknmálssamfélagið var boðað til umræðufundar þar sem drögin voru rýnd og tekið var tillit til athugasemda er komu fram á fundinum.“ Segir að stjórnvöld muni einhenda sér að gera betur Hún segir að nú sér verið að yfirfæra þær ábendingar sem sendar voru inn í opna samráðinu. „Og gera stefnuna ásamt aðgerðaáætluninni tæka til þinglegrar meðferðar. Að henni lokinni munu stjórnvöld í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaáætlunina með það að markmiði að gera betur í þessum málaflokki.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stöðu heyrnarlausra barna hér á landi og þjónustu við þau. Móðir heyrnarlauss drengs sem kært hefur leikskóla hans til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þjónustuleysis steig fram í kvöldfréttum í vikunni og sagðist oft ekki treysta sér til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Hún segir að stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vak og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir barnið. Lög sett en síðan lítið sem ekkert gerst Ellefu ár eru síðan lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en samkvæmt þeim er íslenska táknmálið jafnrétthátt íslenskunni og óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Formaður félags heyrnarlausra sagði í kvöldfréttum í gær að lögunum væri ekki nægilega framfylgt og að ábyrgð yfir málaflokknum væri allt of dreifð. Lítið sem ekkert hafi gerst í málaflokknum síðan lögin voru samþykkt. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fréttirnar sýni svart á hvítu að gera þurfi betur Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra er með málaflokkinn á sínu borði. Hún segir að fréttir af þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi fengið á hana. „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum og ljóst að þjónusta við heyrnarlausa getur verið mjög mismunandi eftir því hvar hún er veitt.“ Aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum Þá segir hún að umfangsmikil vinna hafi átt sér stað til þess að gera verulegar útbætur. „Við höfum hins vegar ekki setið með hendur í skauti og umfangsmikil vinna hefur átt sér stað til þess að gera verulegar úrbætur en tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára, sem inniheldur 41 aðgerð, var í opnu samráði þar til í júní. Meðal aðgerða sem eru lagðar til er til að mynda aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum, meðal annars með tilliti til þjónustu í þágu farsældar barna. Vinnan er afrakstur starfshóps sem skipaður var fulltrúum Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra með víðtæku samstarfi við sérfræðinga í málaflokknum. „Táknmálssamfélagið var boðað til umræðufundar þar sem drögin voru rýnd og tekið var tillit til athugasemda er komu fram á fundinum.“ Segir að stjórnvöld muni einhenda sér að gera betur Hún segir að nú sér verið að yfirfæra þær ábendingar sem sendar voru inn í opna samráðinu. „Og gera stefnuna ásamt aðgerðaáætluninni tæka til þinglegrar meðferðar. Að henni lokinni munu stjórnvöld í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaáætlunina með það að markmiði að gera betur í þessum málaflokki.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00
Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00