Leikskólar

Fréttamynd

Með góðri menntun eru börn lík­legri til að ná árangri

Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Krónupíning for­eldra er engin lausn

Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Köld kveðja á kvennaári

Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta búist við því á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega.

Innlent
Fréttamynd

Ekki láglaunakvenna að axla á­byrgð á inn­leiðingu kynjajafnréttis

Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsmódelið

Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnir í leik­skóla­málum

Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetjandi refsing Reykja­víkur­borgar

Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavíkurmódel á kvennaári

Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast á­hrifin á vinnandi mæður

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skrítin af­staða BSRB og ASÍ

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. 

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni vel­ferð barna

Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun.

Skoðun
Fréttamynd

Barna­fjöl­skyldur í Reykja­vík eiga betra skilið

Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Vann á öllum deildum leik­skólans

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólar eru ekki munaður

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar þurfa bara að vera dug­legri

Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögurnar í leik­skóla­málum séu von­brigði og upp­gjöf

Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstu­dögum

Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra.

Innlent