Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2022 14:31 Artur Borzecki/Getty Images Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira