Læknar búast við neyðarástandi Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2022 10:13 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa. Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent