Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2022 14:05 Sviss styður Ísland gegn Iceland Foods. Vísir Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. Líkt og Vísir fjallaði um á síðasta ári er áralangri deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods ekki lokið. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Árið 2019 ógilti Hugverkastofa Evrópusambandisns (EUIPO) vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Verslunarkeðjan áfrýjaði úrskurðinum til kærunefndar EUIPO. Hún vísaði málinu til sérstakrar fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar stofnunarinnar. Krefst verslunarkeðjan þess að úrskurði EUIPO í málinu frá 2019 verði vísað frá. Besta leiðin fyrir deiluaðila til að kynna sín sjónarmið Bæði íslensk yfirvöld og Iceland Foods hafa skilað inn greinargerðum og gögnum vegna málsins. Í vor tók fjölskipaða áfrýjunarnefndin fyrir beiðni Iceland Foods um að munnlegur málflutningur færi fram í málinu. Íslensk yfirvöld höfðu einnig tekið undir beiðni Iceland Foods. Í niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar segir að nefndin telji að með munnlegum málflutningi megi betur ná utan um staðreyndir málsins og þau sjónarmið sem deiluaðilar telji að eigi við. Báðir aðilar fái með því gott svigrúm til að kynna röksemdir sínar sem og spyrja þá sérfræðinga sem kallaðir verða til spjörunum úr. Málflutningurinn fer fram í höfuðstöðvum EUIPO í Alicante á Spáni þann 9. september næstkomandi. Í tilkynningu á vef EUIPO segir að þetta sé í fyrsta skipti sem munnlegur málflutningur verður haldinn í áfrýjunarmáli sem hin fjölskipaða áfrýjunarnefnd tekur fyrir. Deila Íslands og Iceland Foods Höfundarréttur Stjórnsýsla Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00 Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um á síðasta ári er áralangri deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods ekki lokið. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Árið 2019 ógilti Hugverkastofa Evrópusambandisns (EUIPO) vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Verslunarkeðjan áfrýjaði úrskurðinum til kærunefndar EUIPO. Hún vísaði málinu til sérstakrar fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar stofnunarinnar. Krefst verslunarkeðjan þess að úrskurði EUIPO í málinu frá 2019 verði vísað frá. Besta leiðin fyrir deiluaðila til að kynna sín sjónarmið Bæði íslensk yfirvöld og Iceland Foods hafa skilað inn greinargerðum og gögnum vegna málsins. Í vor tók fjölskipaða áfrýjunarnefndin fyrir beiðni Iceland Foods um að munnlegur málflutningur færi fram í málinu. Íslensk yfirvöld höfðu einnig tekið undir beiðni Iceland Foods. Í niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar segir að nefndin telji að með munnlegum málflutningi megi betur ná utan um staðreyndir málsins og þau sjónarmið sem deiluaðilar telji að eigi við. Báðir aðilar fái með því gott svigrúm til að kynna röksemdir sínar sem og spyrja þá sérfræðinga sem kallaðir verða til spjörunum úr. Málflutningurinn fer fram í höfuðstöðvum EUIPO í Alicante á Spáni þann 9. september næstkomandi. Í tilkynningu á vef EUIPO segir að þetta sé í fyrsta skipti sem munnlegur málflutningur verður haldinn í áfrýjunarmáli sem hin fjölskipaða áfrýjunarnefnd tekur fyrir.
Deila Íslands og Iceland Foods Höfundarréttur Stjórnsýsla Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00 Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00
Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00
Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00