Eiga von á regnbogabarni Elísabet Hanna skrifar 4. ágúst 2022 10:09 Hjónin eiga von á sínu fjórða barni. Getty/Frazer Harrison Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eiga von á regnbogabarni sem hún tilkynnti um í færslu á Instagram. Chrissy segist vera stressuð á meðgöngunni en tæp tvö ár eru liðin síðan þau misstu son sinn Jack á miðri meðgöngu. Þau hafa alla tíð talað opinskátt um frjósemisvegferð sína, bæði með sín fyrri börn og nú: „Síðustu ár hafa vægast sagt verið í móðu tilfinninga en gleði hefur fyllt heimilið okkar og hjörtu á ný. Billjón sprautum síðar (í fótinn upp á síðkastið líkt og þið sjáið!) erum við með annað á leiðinni,“ sagði hún í færslu sinni og vitnar þar í frjósemismeðferðina. View this post on Instagram A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) Stressuð en vongóð „Í hverjum læknistíma hef ég sagt við sjálfa mig: „Allt í lagi ef það er heilbrigt í dag tilkynni ég.“ En síðan anda ég léttar við að heyra hjartslátt og ákveð að ég sé ennþá of stressuð. Ég held að ég muni aldrei labba út úr tíma með meiri spennu en stress en hingað til er allt fullkomið og fallegt og ég er vongóð og líður vel. Allt í lagi, vá hvað það er búið að vera erfitt að halda þessu inni svona lengi!“ segir hún einnig í tilkynningunni. Fyrirsætan og tónlistarmaðurinn hafa verið gift síðan árið 2013 eftir að hafa trúlofað sig tveimur árum áður. Upphaflega kynntust þau árið 2006 þegar hún lék í tónlistarmyndbandi hans fyrir lagið Stereo. Fyrir eiga þau börnin Lunu Simone sem er sex ára, Miles Theodore sem er fjögurra ára og litla ljósið Jack. View this post on Instagram A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) Börn og uppeldi Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Barnalán Tengdar fréttir Ekki tókst að bjarga ófæddum syni Chrissy Teigen og Johns Legend Teigen var lögð inn á sjúkrahús í vikunni vegna blæðinga, um hálfnuð með meðgönguna. 1. október 2020 08:43 Tilbúin að reyna aftur við barneignir Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín. 21. febrúar 2022 16:31 Eiga von á sínu þriðja barni Fyrirsætan Chrissy Teigen á von á sínu þriðja barni með söngvaranum John Legend. 15. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Þau hafa alla tíð talað opinskátt um frjósemisvegferð sína, bæði með sín fyrri börn og nú: „Síðustu ár hafa vægast sagt verið í móðu tilfinninga en gleði hefur fyllt heimilið okkar og hjörtu á ný. Billjón sprautum síðar (í fótinn upp á síðkastið líkt og þið sjáið!) erum við með annað á leiðinni,“ sagði hún í færslu sinni og vitnar þar í frjósemismeðferðina. View this post on Instagram A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) Stressuð en vongóð „Í hverjum læknistíma hef ég sagt við sjálfa mig: „Allt í lagi ef það er heilbrigt í dag tilkynni ég.“ En síðan anda ég léttar við að heyra hjartslátt og ákveð að ég sé ennþá of stressuð. Ég held að ég muni aldrei labba út úr tíma með meiri spennu en stress en hingað til er allt fullkomið og fallegt og ég er vongóð og líður vel. Allt í lagi, vá hvað það er búið að vera erfitt að halda þessu inni svona lengi!“ segir hún einnig í tilkynningunni. Fyrirsætan og tónlistarmaðurinn hafa verið gift síðan árið 2013 eftir að hafa trúlofað sig tveimur árum áður. Upphaflega kynntust þau árið 2006 þegar hún lék í tónlistarmyndbandi hans fyrir lagið Stereo. Fyrir eiga þau börnin Lunu Simone sem er sex ára, Miles Theodore sem er fjögurra ára og litla ljósið Jack. View this post on Instagram A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen)
Börn og uppeldi Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Barnalán Tengdar fréttir Ekki tókst að bjarga ófæddum syni Chrissy Teigen og Johns Legend Teigen var lögð inn á sjúkrahús í vikunni vegna blæðinga, um hálfnuð með meðgönguna. 1. október 2020 08:43 Tilbúin að reyna aftur við barneignir Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín. 21. febrúar 2022 16:31 Eiga von á sínu þriðja barni Fyrirsætan Chrissy Teigen á von á sínu þriðja barni með söngvaranum John Legend. 15. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Ekki tókst að bjarga ófæddum syni Chrissy Teigen og Johns Legend Teigen var lögð inn á sjúkrahús í vikunni vegna blæðinga, um hálfnuð með meðgönguna. 1. október 2020 08:43
Tilbúin að reyna aftur við barneignir Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín. 21. febrúar 2022 16:31
Eiga von á sínu þriðja barni Fyrirsætan Chrissy Teigen á von á sínu þriðja barni með söngvaranum John Legend. 15. ágúst 2020 12:53