Falsgreining Gunnar Dan Wiium skrifar 9. ágúst 2022 07:01 22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun