Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2022 12:29 Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. MYND/STEFÁN Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22