Lífstíðarfangelsi fyrir að keyra inn í mannþröng í Trier Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2022 08:07 Úr dómsal í Trier í gær. Getty Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild. Réttarhöld í málinu höfðu staðið í um ár og féll loks dómur í málinu í gær. Alls fórust fimm í árásinni – þar á meðal fimm vikna barn og faðir þess – þegar hinn 52 ára karlmaður ók sendibíl sínum niður göngugötu í Trier sem er að finna í Rínarlandi í vesturhluta Þýskalands. Maðurinn var ákærður fyrir fimm morð og átján tilraunir til morðs, en saksóknarar í málinu sögðu manninn lengi hafa skipulagt árásina og haft í hyggju að „drepa eða slasa eins marga og mögulegt var“. Dómari í málinu tók undir þessi orð saksóknara. Í geðmati kom fram að árásarmaðurinn, sem er menntaður rafvirki en án atvinnu þegar árásin var gerð, glími við geðklofa og að hann muni ekkert eftir atburðum dagsins sem um ræðir. Telji árásarmaðurinn sig vera fórnarlamb „umfangsmikils samsæris“ og taldi hann sig sæta ofsóknum og eftirliti. Árásarmaðurinn sjálfur tjáði sig ekkert á meðan á réttarhöldunum stóð. Þýskaland Tengdar fréttir Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag. 1. desember 2020 14:16 Níu mánaða barn meðal látnu Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis. 1. desember 2020 19:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Réttarhöld í málinu höfðu staðið í um ár og féll loks dómur í málinu í gær. Alls fórust fimm í árásinni – þar á meðal fimm vikna barn og faðir þess – þegar hinn 52 ára karlmaður ók sendibíl sínum niður göngugötu í Trier sem er að finna í Rínarlandi í vesturhluta Þýskalands. Maðurinn var ákærður fyrir fimm morð og átján tilraunir til morðs, en saksóknarar í málinu sögðu manninn lengi hafa skipulagt árásina og haft í hyggju að „drepa eða slasa eins marga og mögulegt var“. Dómari í málinu tók undir þessi orð saksóknara. Í geðmati kom fram að árásarmaðurinn, sem er menntaður rafvirki en án atvinnu þegar árásin var gerð, glími við geðklofa og að hann muni ekkert eftir atburðum dagsins sem um ræðir. Telji árásarmaðurinn sig vera fórnarlamb „umfangsmikils samsæris“ og taldi hann sig sæta ofsóknum og eftirliti. Árásarmaðurinn sjálfur tjáði sig ekkert á meðan á réttarhöldunum stóð.
Þýskaland Tengdar fréttir Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag. 1. desember 2020 14:16 Níu mánaða barn meðal látnu Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis. 1. desember 2020 19:54 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bíl ekið á gangandi vegfarendur í Trier Minnst tveir eru látnir og eru minnst tíu sagðir hafa særst og þar af einhverjir alvarlega þegar bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Trier í Þýskalandi í dag. 1. desember 2020 14:16
Níu mánaða barn meðal látnu Fjórir eru látnir eftir að maður ók bifreið inn á göngugötu í borginni Trier í Þýskalandi í dag. Meðal látnu er níu mánaða gamalt barn. Lögregla hefur handtekið 51 árs gamlan mann en hann er sagður hafa verið undir áhrifum áfengis. 1. desember 2020 19:54