Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. ágúst 2022 09:01 Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun