Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun