Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 16:10 Bandarísk kona mótmælir hertum lögum gegn þungunarrofi. Getty/Mark Rightmire Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira