Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 22:30 Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. sigurjón ólason Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“ Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“
Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira