Samkvæmt umfjöllun CNN var árásunum beint að hverfisverslunum og bensínstöðvum í þremur héröðum. Af þeim sjö sem slösuðust sé enginn illa særður.
Í suður Taílandi, við landamæri Malasíu hafi ólga vegna sjálfstæðisbaráttu múslima verið í marga áratugi en meira en 7,300 manns hafi dáið vegna átakanna síðan 2004. Ítrekað hafi verið reynt að stilla til friðar á svæðinu frá 2013 en það hafi gengið illa.
Enn hafi enginn tekið ábyrgð á árásunum.