Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 15:58 Allen Weisselberg fyrir utan dómshús New York-borgar í dag. AP/John Minchillo Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent