Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 19:30 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar er með þrjár komma tvær milljónir á mánuði, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinner er með tæpar fimm. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna (fyrir miðju) kallar eftir útskýringum á slíkum launum hjá stjórnum fyrirtækjanna. Vísir Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera. Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera.
Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30