„Hún steinliggur inni sem formaður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:21 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar bauð sig fram í formannsembætti flokksins í dag. „Hún steinliggur inni“ sagði Össur Skarphéðinsson við það tækifæri. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29