Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2022 22:15 Fjölskyldur fórnarlamba ISIS-Bítlanna fögnuðu niðurstöðu dómarans í Virginíu í dag. Andrew Harnik/AP El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun. Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56
Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45
Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30
Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55