Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2022 07:48 Áhyggjufullur faðir tók myndir af syni sínum, sem voru svo sendar lækni. Nú getur hann ekki lengur notað þjónustu Google. Getty Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar. Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar.
Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira