Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:38 Lúxussnekkja í eigu Dmitry Pumpyansky hefur verið seld á uppboði á Gíbraltar. Getty/Mikhail Svetlov Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49