Tilboð PSG í Berglindi of gott til að hafna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Belgíu á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið seld frá Noregsmeisturum Brann til franska stórveldisins PSG. Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira