Sýkt vatn á hóteli eyðileggur fyrir íslenska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 13:00 Íslenska landsliðið spilaði í Tékklandi fyrir komuna til Svartfjallalands en tapaði þar 3-0. BLÍ „Við náum alveg í lið, en þjálfarinn okkar bað okkur um að láta vita ef við sæjum ekki fram á að geta klárað leikinn,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki. Matareitrun hefur herjað á liðið fyrir leikinn gegn heimakonum í Svartfjallalandi í dag. Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv. Blak Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv.
Blak Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira