„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 12:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03