Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2022 16:48 Guðbjörg að sýna Katy Perry hálsmenið í gær en það er stórt og mikið silfurmen skreytt með safírum og demöntum. Skjáskot/Samsett Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja) Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Vorboðar láta sjá sig Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja)
Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Vorboðar láta sjá sig Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira
Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27