Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 17:33 Þetta spil seldist á tæpa tvo milljarða á uppboði í dag. Heritage Auctions Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar. Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu. Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu.
Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55