Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 07:39 Hrafn Jökulsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og seinnar krabbameinsgreiningar. Vísir/Þórir Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00