„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 14:59 Einar telur þjóðháttafræðinginn Árna Böðvarsson alveg úti á túni með það að ekki megi kenna landsnámsmenn við víkinga. Svo mikið sé víst að ekki lögðust þeir „í bónda“. vísir/einar/vilhelm Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar. Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar.
Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira