Henry orðinn hluthafi í liðinu hans Fàbregas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Cesc og Thierry er þeir léku saman með Arsenal. Nick Potts/Getty Images Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu. Dennis Wise, fyrrverandi leikmaður Chelsea og núverandi framkvæmdastjóri Como, tilkynnti umheiminum að Thierry Henry væri nýr hluthafi í félaginu. „Þetta er nýr kafli í lífi mínu. Ég veit að fólk hér elskar fótbolta. Fólk kemur frá Frakklandi og Spáni til að heimsækja bæinn. Þau hafa hingað til talað um fegurðina við vatnið og bæinn sjálfan en nú er kominn tími til að tala um félagið,“ sagði Henry við blaðamenn er hann var kynntur til leiks. Thierry Henry is in the stands to watch Como hours after he was announced as a shareholder of the Italian Serie B side.His former Arsenal teammate Cesc Fábregas joined the club earlier this month as a player/shareholder pic.twitter.com/oOKgrY6IVK— B/R Football (@brfootball) August 29, 2022 Hinn 45 ára gamli Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en ætlar að reyna koma og sjá eins marga leiki og hann getur á leiktíðinni. Como hefur risið hátt á undanförnum árum og er í dag í eigu Djarum, tóbaksrisa frá Indónesíu. Liðið var síðast í Serie A árið 2003 en varð gjaldþrota 13 árum síðar. Síðan þá hefur það verið að byggjast upp hægt og rólega og er nú í Serie B þar sem það endaði í 13. sæti á síðustu leiktíð. Það ætlar sér stærri hluti nú og hefur ásamt því að fá Fàbregas inn sem bæði leikmann og hluthafa hefur félagið einnig nælt í framherjann Patrick Cutrone. Sá var samningsvundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves en hefur verið lánaðar hingað og þangað undanfarin ár. Hann er nú kominn aftur á heimaslóðir en hann er uppalinn í Como. Patrick Cutrone fagnar marki með Empoli á síðustu leiktíð er hann var þar á láni.EPA-EFE/MASSIMO PICA Þegar þrjár umferðir eru búnar er Como í 17. sæti af 20 með aðeins eitt stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Með varnarleik skal landið byggja Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 26. ágúst 2022 11:01 Fabregas mættur í ítölsku B-deildina Spænski knattspyrnumaðurinn Cesc Fabregas hefur skrifað undir tveggja ára samning við ítalska B-deildarliðið Como 1907. 1. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Dennis Wise, fyrrverandi leikmaður Chelsea og núverandi framkvæmdastjóri Como, tilkynnti umheiminum að Thierry Henry væri nýr hluthafi í félaginu. „Þetta er nýr kafli í lífi mínu. Ég veit að fólk hér elskar fótbolta. Fólk kemur frá Frakklandi og Spáni til að heimsækja bæinn. Þau hafa hingað til talað um fegurðina við vatnið og bæinn sjálfan en nú er kominn tími til að tala um félagið,“ sagði Henry við blaðamenn er hann var kynntur til leiks. Thierry Henry is in the stands to watch Como hours after he was announced as a shareholder of the Italian Serie B side.His former Arsenal teammate Cesc Fábregas joined the club earlier this month as a player/shareholder pic.twitter.com/oOKgrY6IVK— B/R Football (@brfootball) August 29, 2022 Hinn 45 ára gamli Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en ætlar að reyna koma og sjá eins marga leiki og hann getur á leiktíðinni. Como hefur risið hátt á undanförnum árum og er í dag í eigu Djarum, tóbaksrisa frá Indónesíu. Liðið var síðast í Serie A árið 2003 en varð gjaldþrota 13 árum síðar. Síðan þá hefur það verið að byggjast upp hægt og rólega og er nú í Serie B þar sem það endaði í 13. sæti á síðustu leiktíð. Það ætlar sér stærri hluti nú og hefur ásamt því að fá Fàbregas inn sem bæði leikmann og hluthafa hefur félagið einnig nælt í framherjann Patrick Cutrone. Sá var samningsvundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves en hefur verið lánaðar hingað og þangað undanfarin ár. Hann er nú kominn aftur á heimaslóðir en hann er uppalinn í Como. Patrick Cutrone fagnar marki með Empoli á síðustu leiktíð er hann var þar á láni.EPA-EFE/MASSIMO PICA Þegar þrjár umferðir eru búnar er Como í 17. sæti af 20 með aðeins eitt stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Með varnarleik skal landið byggja Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 26. ágúst 2022 11:01 Fabregas mættur í ítölsku B-deildina Spænski knattspyrnumaðurinn Cesc Fabregas hefur skrifað undir tveggja ára samning við ítalska B-deildarliðið Como 1907. 1. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Með varnarleik skal landið byggja Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 26. ágúst 2022 11:01
Fabregas mættur í ítölsku B-deildina Spænski knattspyrnumaðurinn Cesc Fabregas hefur skrifað undir tveggja ára samning við ítalska B-deildarliðið Como 1907. 1. ágúst 2022 23:00