Flúðadraumur Almars úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 10:14 Almar Þór Þorgeirsson bakari og eiginkona hans Ólöf Ingibergsdóttir eru öflug í bakstrinum á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri. „Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði. Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
„Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði.
Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira