„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 15:05 Glódís Perla Viggósdóttir segir stuðninginn sem Ísland fékk á EM hafa hjálpað liðinu og vonast eftir því sama á föstudaginn. VÍSIR/VILHELM Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira