Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 17:38 Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er kallað eftir umbótum á lagaumhverfi lokaðra geðdeilda. Vísir/vilhelm Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. „Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19