„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 08:31 Erlingur Agnarsson skoraði tvö marka Víkinga í undanúrslitasigrinum á miðvikudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira