Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 17:44 Spjaldtölvan er eðli máls samkvæmt gjörónýt. Elva Hrönn Smáradóttir Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan. Tækni Akureyri Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan.
Tækni Akureyri Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira