„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 19:33 Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33