CNN greinir frá því að lögreglan segi frásagnir föðursins, Landon Parrot, hafa stangast á en hann hafi að lokum sagt þeim hvað gerðist í raun.
Barnið hafi verið skilið eftir í fimm klukkustundir í bíl til þess að það myndi ekki spilla heimilisfriðinum. Lofthiti þennan daginn hafi mælst 30,5°C.
Aukning hafi orðið á málum sem þessum í Bandaríkjunum en 22 börn hafi látið lífið vegna þess að þau hafi verið skilin eftir í of heitum bíl það sem af sé ári.