Háð bæði Kína og Rússlandi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. september 2022 11:00 Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun