Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 08:01 Peter Griesemann og eiginkona hans Juliane voru í hópi þeirra sem voru um borð í vélinni. Blauen-Funken Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Þetta staðfesta vinir fjölskyldunnar í samtali við þýska blaðið Express. Búið er að finna brak úr vélinni, en ekki þau sem voru um borð. Hinum 72 ára Griesemann er lýst sem „ástríðufullum flugmanni“ og var hann eigandi fyrirtækisins Quick Air sem sérhæfði sig í rekstri smærri einkaflugvéla. Hann er auk þess heiðursformaður Köln-karneval Blauen Funken og stjórnarformaður byggingafélagsins Sachsenturm. Griesemann á sjálfur að hafa flogið vélinni sem tók á loft frá Jerez á suðurhluta Spánar þar sem fjölskyldan á hús. Ekki var óalgengt að fjölskyldan flygi milli Jerez og Kölnar þar sem höfuðstöðvar flugfélagsins er að finna. Flugvélin var af gerðinni Cessna Citation 551, en brak úr vélinni hefur fundist í sjónum norðvestur af lettnesku hafnarborginni Ventspils. Juliane, eiginkona er 68 ára, dóttirin Lisa 26 ára og hinn karlmaðurinn um borð 27 ára. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Erlendir fjölmiðlar segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt um vandræði með loftþrýstinginn í vélinni skömmu eftir flugtak á Spáni. Talsamband hafi rofnað skömmu eftir að flogið var inn í franska lofthelgi og hafi flugið verið óstöðugt á köflum og var beygt í tvígang, nærri París í Frakklandi annars vegar og svo aftur nærri Köln í Þýskalandi. Vélinni hafi svo verið flogið yfir Eystrasalt og svo loks hrapað undan ströndum Lettlands. Þýskaland Lettland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta staðfesta vinir fjölskyldunnar í samtali við þýska blaðið Express. Búið er að finna brak úr vélinni, en ekki þau sem voru um borð. Hinum 72 ára Griesemann er lýst sem „ástríðufullum flugmanni“ og var hann eigandi fyrirtækisins Quick Air sem sérhæfði sig í rekstri smærri einkaflugvéla. Hann er auk þess heiðursformaður Köln-karneval Blauen Funken og stjórnarformaður byggingafélagsins Sachsenturm. Griesemann á sjálfur að hafa flogið vélinni sem tók á loft frá Jerez á suðurhluta Spánar þar sem fjölskyldan á hús. Ekki var óalgengt að fjölskyldan flygi milli Jerez og Kölnar þar sem höfuðstöðvar flugfélagsins er að finna. Flugvélin var af gerðinni Cessna Citation 551, en brak úr vélinni hefur fundist í sjónum norðvestur af lettnesku hafnarborginni Ventspils. Juliane, eiginkona er 68 ára, dóttirin Lisa 26 ára og hinn karlmaðurinn um borð 27 ára. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Erlendir fjölmiðlar segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt um vandræði með loftþrýstinginn í vélinni skömmu eftir flugtak á Spáni. Talsamband hafi rofnað skömmu eftir að flogið var inn í franska lofthelgi og hafi flugið verið óstöðugt á köflum og var beygt í tvígang, nærri París í Frakklandi annars vegar og svo aftur nærri Köln í Þýskalandi. Vélinni hafi svo verið flogið yfir Eystrasalt og svo loks hrapað undan ströndum Lettlands.
Þýskaland Lettland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26