Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. september 2022 15:22 Erna Kristín og Benedikt munu fá inni hjá móður Ernu Kristínar til að byrja með. Vísir/Egill Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47