Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 18:31 Meta hefur verið sektað áður vegna miðla sinna. Tony Avelar/Associated Press Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna. Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna.
Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira