Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns
![Jón Þór Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Kaldalóns. Markaðsvirði félagsins er í dag eftir hlutafjárhækkunina rúmlega 18 milljarðar króna.](https://www.visir.is/i/0142E20C43DF55608AA30E6607BFA3F0FB9E9EC3B0756C5BE6CA03D6009F0484_713x0.jpg)
Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C3E07A23011F5A442D3FCB24FBEFD87FBF74F2F7974389E434158F6759D7ABA3_308x200.jpg)
Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns
Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí.