„Meirihlutinn í Reykjavík getur alveg haldið áfram að dútla við að skipuleggja menningarhátíðir og nýja bekki og torg. En getum við útsvarsgreiðendur í efri byggðum fengið eitthvað fyrir okkar snúð, annað en langar kyrrðarstundir í umferðinni..? Betri grunnþjónustu og minna spari takk.“
Diljá Mist ræddi málið í Brennslunni á FM957 í dag og þar kallar hún eftir betri forgangsröðun í málum borgarinnar og setur þá sérstaka áherslu á leikskólamálin.
„Við sem búum í efri byggðum, og sitjum föst í umferðinni allan daginn og erum núna þar til viðbótar að keyra fram og til baka mörgum sinnum á dag til að redda okkur bæði í leikskóla við sem eigum leikskólabörn og börn sem eru á grunnskólaaldri, við spyrjum okkur auðvitað:
Hvað er verið að gera þarna niðri í Ráðhúsi?
Diljá Mist segir að svo virðist sem þörf fyrir pláss á frístundaheimilum virðist alltaf koma á óvart, þrátt fyrir að þetta sé vandamál ár eftir ár.
Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Diljá Mist í heild sinni.