Meistararnir flengdir í fyrsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2022 11:21 Josh Allen var óstöðvandi í gær. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar. Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs. NFL Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs.
NFL Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn