Helmingur laxa í Mjólká reyndist úr eldi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 12. september 2022 19:15 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Hann segir tíðindin staðfesta að sjókvíaeldi fylgi skaði. Vísir/Vilhelm Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar. Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent