Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 23:13 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45
Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52