Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2022 11:03 Inga Sæland formaður Flokks fólksins stefnir á ferð til Akureyrar til að ræða við þá sem tengjast málinu. vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53