Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að verja almannatryggingakerfið og styrkja húsnæðismarkaðinn á sama tíma og vinna þurfi gegn þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent