Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 15:16 Aminata Diallo á æfingu með PSG síðasta vetur. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Getty/Aurelien Meunier Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar. Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar.
Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira