Telur her og lögreglu Mexíkó bera sök á fjöldamorðum á námsmönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. september 2022 14:31 Fjöldamótmæli í Mexíkóborg til að mótmæla hvarfi stúdentanna 43 og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart málinu. Daniel Cardenas/GettyImages Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið hershöfðingja og tvo aðra háttsetta menn innan hersins fyrir aðild þeirra að hvarfi og fjöldamorði á 43 námsmönnum fyrir 8 árum. Í síðasta mánuði var fyrrverandi ríkissaksóknari landsins handtekinn fyrir sömu sakir. Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf. Mexíkó Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf.
Mexíkó Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira